Vél, hemlar, fjöðrunarbúnaður, boddívinna...
Bílaspítalinn sinnir véla- og rafmagnsviðgerðum - sem og réttinga- og sprautuverkefnum. Algengar viðgerðir eru hemla- og tímareimaskipti og að skipta um kúplingar. 
Persónuleg þjónusta
Við byrjum á að bilanagreina bílinn með nýjustu tölvutækni og gera kostnaðaráætlun. Stundum eru fleiri en einn kostur í boði og við veitum viðskiptavinum okkar ráðleggingar um hvað sé hagkvæmast í stöðunni. 

Við vitum hversu erfitt er að vera bíllaus í nútíma samfélagi og högum viðgerðum okkar þannig að klára bílinn samdægurs ef mögulegt er. Einnig útvegum við bílaleigubíl meðan á viðgerð stendur sé þess óskað. 
Tjónaskoðun og tjónaviðgerðir
Bílaspítalinn metur og gerir við tryggingatjón fyrir öll tryggingafélögin. Við erum staðsettir í Hafnarfirði - og það er auðvelt að finna okkur á kortinu - en viðskiptavinir okkar eru af höfuðborgarsvæðinu, úr Grindavík, Vogunum og Reykjanesbæ. Hafðu samband og pantaðu tíma í tjónaskoðun. 
Bílaspítalinn  |  Kaplahrauni 1  |  220 Hafnarfjörður  |  s. 565 4332  |  bsp@bsp.is